Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Furðulegur póstur

Í nokkra daga er ég búin að fá e mail frá einhverjum gaur sem heitir Shamir.

Ég veit ekkert hver þetta er og enga hugmynd hvar hann fékk email adressuna mína. 

Einhverra hluta vegna heldur hann að ég sé áhugamanneskja um pípur!!!W00t

Í dag fékk ég bréf frá honum þar sem hann bað mig að láta mig hlakka til föstudags, þá myndi hann bjóða upp á sandblásnar trépípur í mörgum litum...hahahaha.... einmitt!!! 

En pósturinn í gær var áhugaverður.... lesið bara sjálf.  

 

Dear pipe friend Carola

Todays General Pipe Smoking Tips

    * Pack the tobacco very loose on the bottom. Remember your pipe is like a furnace which feeds the flame from the bottom. Packing your pipe to tightly on the bottom will make it difficult to draw air through the stem.
    * The draw on your pipe should have little to no resistance. Experiment. Find what works for you.
    * If your pipe goes out while smoking don’t be scared to relight.
    * If you have to relight consider dumping some of the ash from the bowl.    

Tomorrow:

General Marijuana News from around the World
General news on how to grow  marijuana/cannabis.

Shamir.

 

That´s all folks !!!

 

 

 

 


Homminn á hestinum, sem hvarf !

 

Einu sinni átti ég hest .........alveg rosalega flottan svartan fola.
Hann var reistur og hafði sérstaklega fallegan limaburð !
já, og alveg rétt......hann var laun-graður !!!!, sem þýðir að hann var pínulítið villtur í sér, en það var allt í lagi, ég hef nefnilega alltaf fallið fyrir dulafullum og óútreiknalegum verum.

Ég ætla ekki að segja að ég hafi verið ung þegar þetta átti sér stað sem ég ætla að segja ykkur frá , heldur var ég eitthvað yngri þá en ég er í dag.
Ég var með hestinn minn í húsi nr:4 hjá Fák v/Bústaðarveg og í því húsi var auðvitað skemmtilegasta fólkið með sína hesta ,þar á meðal maður einn sem var og er samkynhneigður, hann var einstaklega kvennlegur og gekk alveg eins og versta kelling, dillaði rassinum og var með svona mjög samanherptar rasskinnar.
Hann var með ljóst hár og á þessum árum (disco - árum) var í tísku að vera með sítt hár og hann var með liðað hár sem náði niður á axlir.
Ég hafði mjög gaman að honum, þótt hann væri 10 árum eldri en ég, það skipti engu máli, hann var drepfyndin og hafði sérstakan frásagnar-stíl, hann sagði nefnilega alltaf oooo-óóóó í öllum setningum og svo ískraði í honum. Handahreyfingarnar hans voru líka mjög ýktar, og þegar hann sagði okkur frá einhverju sem honum fannst merkilegt þá hreyfði hann hendurnar svo mikið að hann fældi í það minnsta 5 hesta í hvert sinn !
Ég ætla ekki að nafngreina þennan mann, en hér eftir kallast hann "hommi" í sögunni.

Einhverju sinni var ég í stuði að stríða honum þá hafði hann varið með einhverjar athugasemdir um það hvernig ég sat hestinn minn,
sko,  þessi kall hafði fyrir það fyrsta ekki hundsvit á hestum, né nokkru sem þeim við kom og var hann viðurkenndur hálfviti á þessu sviði.

Hann átti einhverja mestu truntu sem fæðst hefur í hesta- heimi, þetta var gömul meri sem hafði verið notuð í reiðskóla fyrir 4 ára börn, en hommi hélt að hann væri á rosa gæðingi og þegar hann reið fram hjá manni setti hann alltaf upp einhvern merkissvip og sagði undantekningarlaust : "er hún ekki reist"? Merin rétt komst úr sporunum með hangandi hausinn.

Sem sagt, ég var í stuði að stríða............. Við (nokkrir vinir) vorum búin að ákveða að fara í reiðtúr upp í efri Fák og buðum "homma" að fara með okkur, sem hann auðvitað þáði, annars tróð hann sér alltaf með, en í þetta eina skipti buðum við honum.
Hann var búin að vera að monta sig og tala um hvað hann hefði mikið vit á hestum og þeirra "skapgerð" af því að hann væri svo "næmur" og allskonar bull og fyrir okkur sem vorum 15 ára og höfðum helmingi meira vit á hestum en hann , vorum búin að fá okkur fullsödd af þessu kjaftæði í honum og ákváðum að gera eitthvað í málunum .

Þennan dag stal ég sinnepskrukku heima og tók með mér í hesthúsin.
Við vorum rétt farin af stað þegar hann dróst aftur úr á truntunni , þá ákvað ég að ráðleggja honum og sagði honum að það væri miklu betra fyrir hann að fara úr öðru ístaðinu þá yrði merin viljugri .
Hann var tregur til en lét að lokum til leiðast, þá fór ég aftur fyrir hann og náði að strjúka smá sinnepi undir stertinn á merinni, sem auvitað tók kipp og þaut af stað, "homma" til mikkillar gleði og furðu.
Hann var svo ánægður að hann fór að spyrja mig ráða og ég auðvitað sagði honum að best væri að fara úr hinu ístaðinu líka.
Þegar hann var búin að því, strauk ég öðrum skammti af sinnepi undir stertinn á merinni, sem samstundis tók við sér og var nú enn sprækari en áður og ofan á allt var hommi farin að jóðla eins og fáviti af einskærri gleði.
Þegar góður tími var liðinn og áhrif sinnepsins var farin að dvína kom "hommi" aftur og spurði mig ráða, nú sagði ég honum að best væri fyrir hann að láta aðra höndina upp á höfuð´sér það myndi merin skynja sem kvatningu, þetta gerði "hommi "og merin fékk góðan skamt af sinnepi undir stertinn, það var eins og við manninn mælt, merin tók á rás skvettandi afturfótunum eins og geðveik með jóðlandi hommann á bakinu.
Ég átti í fullu fangi að halda mér á baki af hlátri.
"Hommi" var uppveðraður yfir góðum ráðum mínum og lét það ákaft í ljós þegar við vorum að hvíla hestana upp í efri Fák.
Reyndar gat aumingja merin ekki slappað af og "hommi" var hinn ánægðasti yfir góðum ráðum mínum og sagðist aldrei hafa séð hana svona viljuga og glaða !

Fyrir heimferðina bað hann mig aftur um ráð og þá sagði ég honum að best væri að leggjast aftur á bak með aðra höndina á höfðinu og ekki í ístöðum.
Hvað haldiði,........... "hommi" trúði þessu og til þess að bregðast ekki vonum hans um viljuga meri ákvað ég að setja góðan skammt af sinnepi undir stertinn á henni sem myndi duga alla leiðina heim. Ég var orðin frekar kærulaus og slubbaði því sem eftir var af krukkunni í afturendan á henni.

Nú trylltist merin,...... eins og ótamið trippi sparkaði hún í allar áttir og prjónaði með látum, svo hoppaði hún jafnfætis (hef aldrei fyrr né síðar séð hest gera það ) og svo bara hvarf hún.......... með hommann á bakinu.
Við heyrðum reyndar í honum í langan tíma öskrandi og jóðlandi og hann má nú eiga það karl-anginn að hann hélst á baki alla leiðina niður eftir!
 
Ég gleymi ekki á meðan ég lifi hvernig  "homsinn" leit  út þegar við sáum hann næst.
Þegar við komum inn í hesthúsið sat hommaræfillinn þar bullsveittur með túperað hár, blóðhlaupin augu og keðjureykti.
Hann horfði á okkur með angistarsvip og sagði  stamandi: " ooooo....þetta er rosalegasti reiðtúr sem ég hef farið í.....og ooooooo aumingja Beauty mín... ( merin hét það ) ....óóóóóó hún hefur verið svona spennt að hún er komin með niðurgang !!!!!

Mig skal ekki undra, hugsaði ég.... með 400 grömm af dijon sinnepi í rassinum !

Merin náði sér alveg af þessari illu meðferð og hommi þorði aldrei eftir þetta að reyna þessi ráð mín aftur.

That´s all folks !

IKEA ferð.....

Svenska,ja men........
......Ég tala ekki sænsku, en skil pínulítið (ef það líkist íslensku,þ.e.a.s)
Í gær fór ég í IKEA, ég átti smá erindi þangað, þegar ég hafði lokið því, fór ég að rölta um búðina og skoða.
Þar sem ég rölti um gangana tók ég eftir konu einni sem þarna var, hún var undarleg í útliti og klæðaburði.

Hún var lítil (rétt yfir dvergamörkum) og breið á alla kanta (feit) hún hafði stórt og mikið nef, gulleitt hár sem náði niður á axlir, það var permanentað (do it your self perm.) og það var einhvernveginn þyngdarlaust , sveif svona einkennilega upp og út frá höfðinu á henni.
Hún var klædd í gula peysu úr skrítnu efni, og var peysan minnsta kosti 3 nr. of lítil, svo var hún einhvernveginn snúin (eða undin) utan um kellinguna,
Hún var í gráu flóka- pilsi sem náði niður á hné, undir því var hún í svörtum leggings, sem náði niður á kálfa, þá tóku við berir leggir og stuttu seinna gamlir skíða-skór . Hún var líka máluð, og minnti mig á Abba stelpurnar ( Agnethu og ..... Pippi ??..nei, æ, ég man ekki ) eins og þær máluðu sig 1975 !! Waterloo.....

Jæja, ekki var það samt útlitið sem stoppaði mig þarna á röltinu, ó, nei.......heldur það, að kella var að reyna að tala við Ikea-starfsmann , ungan og renglulegan mann í barnadeildinni, ég ákvað að fylgjast með, ég var viss um að þetta var eitthvað sem átti eftir að kæta mig, enda er eitt að mínum helstu áhugamálum að fylgjast með fólki.
'Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, og þarna stóð ég og þóttist vera að skoða barna-rimlarúm og hlustaði.....
ég ætla að skrifa þetta samtal eins og ég man það, og hafið það í huga að ég skildi ekki rassgat um hvað var talað.

Kella: " Snudder retta trusse nuster"?

Starfsm:" ha?

kella:" Snudder- retta -trusse- nuster?

starfsm.:" ???????? nuss....

kella:" NUSTER!!!

starfsm: Mústur????

Kella: N-U-S-T-E-R !!!!!!

starfsm.:" ha?!!!!

Kella:" vah?????

starfs:" vatn????

Kella: "vand??????

starfsm: "vatt?.....ertu að meina vatt-teppi ???

kella:" teppe??

starfsm:( með uppglent augu) " Tippi?????????????

Kella:" eh ?.....

starfsm:" tippi?

kella:" Nuster!!!!!!!!!!!!!!

( þarna var ég gjörsamlega að pissa í mig)

starfsm:" dú jú spík íslensku?

kella:" nej, svenska!

starfsm:" dú jú spík einglís?

kella:" nej, du verger kan er nu Nuster
(og þarna var ég alveg að tapa mér, kellingin var orðin einn eldhnöttur og strák greyið vissi ekki meir)

starfsm:" ég sé sko bara um barnadeildina" !!!!!

kella: " dellerner???????

starfsm:" neeeei....... ......ha.??????????

Og þarna gafst kella upp og strunsaði í burtu, og eftir vorum við, ráðvillti búðardrengurinn og ég sem í algjöru hláturskasti með krosslagðar fætur í spreng hékk á rimlarúminu.

Segiði svo að það sé ekki gaman að fara í Ikea!!!

that´s all folks !

ps :Getur einhver sagt mér hvað Nuster þýðir??????? eða eittvað líkt því?????


Geðsjúklingurinn Reiner

Reiner heitir karl sem giftur er inn í fjölskyldu mína í Þýskalandi. Satt best að segja veit ég eiginlega ekkert um hann, nema að við hittum hann í jarðarför langömmu minnar fyrir nokkrum árum.
Hann er einhver rosa mikill kall og ákvað að bjóða okkur... Nonna, Lindu systur minni og Gunnari manninum hennar út að borða til að "fræðast svolítið um Ísland" eða það sagði hann
Við mættum á þennan líka svaka flotta veitingarstað (eiginlega of fínn fyrir minn smekk) en hvað um það, hann bauð og mér er svo sem alveg sama þótt hann spreði peningum sínum í svona staði.

Þarna sátum við og vorum búin að panta okkur forrétt þegar að Reiner tekur fyrsta sopann af víninu sem hann pantaði fyrir okkur ,allt í einu frussar hann víninu út úr sér með látum og gargar á næsta þjón sem kemur sperrtur til hans og spyr hvort eitthvað sé að. EITTHVAÐ AÐ !!!???? gargar Reiner.... ó ja mein good friend, this stinking vino is no goood ( hann er ekki mjög sleipur í ensku) svo ýtir hann flöskunni að borðbrúninni og þegar þjónninn ætlar að taka hana ýtir Reiner aðeins á hana svo hún dettur í gólfið !!!
What the....... hugsa ég og lít á manninn minn sem sat alveg sviplaus og fylgdist með þessu, hvað var í gangi ???? Þjónninn lagðist nánast á gólfið til að þurrka upp ógeðið og svo til að kóróna allt heimtaði Kallinn nýja forrétti af því að hann hafði frussað yfir allt borðið .
Vð vorum orðin frekar stressuð af því að þjónninn var skammaður svo mikið af yfirþjóninum sem kom til að biðjast afsökunnar á þessum klaufaskap.
Við fengum nýja forrétti sem voru geggjaðir ( veit reyndar ekki hvað það var) , svo kom milliréttur, einhver 7 cm snákur (oj...) með augum (oj oj......) ég er ansi klígjugjörn og set ekki hvað sem er upp í mig......hm............... jæja, en allavega Gunnar mágur minn er enn verri en ég og þegar hann sá snákinn byrjaði hann að kúgast ,en vegna þess hve geggjaður þessi Reiner gæji var, þorðum við ekkert að segja og létum okkur hafa það að borða kvikindið.
Svo kom aðalrétturinn.............haldið ykkur fast...............það var heili!!!!!!!!
sem ég sit hér og skrifa þá er ég að segja ykkur að við vorum með á diskum fyrir framan okkur heila úr einhverju dýri.. Léttsteiktann !!
Þvílíkt og annað eins, ég var orðin náföl, Nonni var aðeins farinn að svitna, Linda systir mín lét sig hafa það að fá sér góðan bita (og hrósaði svo bragðinu !!)
Reiner ( sá geggjaði) tróð þessu sulli í sig eins og villimaður og heilasletturnar slubbuðust á okkur, en aumingja, aumingja Gunnar mágur minn...... hann var hvítari en kríu-skítur og hann var farið að svima, Þá segir kallinn við hann : hva... er eitthvað að matnum ? ...á ég að kalla á þjóninn ??? svo fer hann að veifa höndunum og garga að hér sé fólk fra Islandi og við séum með óæta heila !!!
Mér var svo mikið um og hélt að nú yrði aumingja kokkurinn tekinn til bæna að ég tók góðan bita af heilanum og kjamsaði á honum með stunum milli þess sem ég kúgaðist, tárin láku niður kinnarnar á mér og ég leit á Gunna sem sagði að það væri að líða yfir sig,
Reiner var orðin ansi æstur af því að Gunnar borðaði ekkert og heimtaði að fá að tala við kokkinn !!
ég horfði á Gunnar og bað hann í Guðs bænum að setja eitthvað af þessum heila upp í sig .
Kom þá ekki yfirþjónninn með ræfils kokkinn inn í salinn og skipti engum togum að Reiner (geðsjúklingurinn) ríkur á fætur og fer að tuska kokkinn til og áður en við vissum voru Reiner og yfirþjónninn farnir að sparka í kokkinn,
ég leit á manninn minn sem sagði Gunnari að troða helv..... heilanum upp í sig áður en þessir geðsjúklingar dræpu kokkinn.
Gunnar greyið horfði með angistarsvip á heilann (sem var óvenjustór miðað við þá sem við fengum) Linda systir mín át sinn á mettíma, Nonni var búinn að sporðrenna sínum, ég hamaðist við að borða minn ,Kallarnir voru að berja kokkinn og Gunnar var farinn að grenja !!!!
Nú lögðumst við á eitt við að klára heilann hans Gunnars,... Gunnar ældi tvisvar á dskinn en í paniki og til að bjarga lífi kokksins þá átum við æluna líka!!!!
Nonni stökk á Reiner þegar Gunnar renndi niður seinasta bitanum og bað hann um að hætta að berja kokkinn við værum búin með matinn og hann hafði verið rosa "góður" (oj......)
Reiner var orðin pung-sveittur eftir barsmíðarnar og settist móður en ánægður með sjálfann sig niður og spurði hvort við vildum ekki fá eftirrétt ????
Yfirþjónninn veifaði eitthvað út í loftið og þá byrtust einhverjir menn sem drógu kokkinn í burtu og með það sama var hann mættur við borðið okkar og sagði að eftirrétturinn væri í boði hússins.
Ekkert okkar þorði að afþakka eftirréttinn og það var skjálfandi þjónn sem bar hann í okkur venjulegann ís með súkkulaði fiðrildum og jarðarberjum.

Það voru sjokkeraðir Íslendingar sem yfirgáfu þennan veitingastað þetta kvöld.

That´s all folks !!!!!


London 2004

Ég ákvað um daginn að skreppa til London með Ástu Láru vinkonu minni og Andreu dóttur minni.
Í London býr góð vinkona Andreu sem var með okkur allan tímann, sýndi okkur alla helstu staðina (verslanir og veitingastaði )
Við vorum reyndar búnar að biðja hana að finna einhvern sérstakan og öðruvísi stað til að borða á á föstudagskvöldinu........ og believe you me, það er akkurat það sem hún gerði.

Við tókum leigubíl að staðnum og þar stóð ljóshærða prinsessan Védís og beið eftir okkur.
Við gengum niður minnsta kosti 30 tröppur að þessum neðanjarðarstað, sem reyndist vera Lýbanskur
Lyktin sem mætti okkur þegar við gengum inn var ólýsanleg, einhverskonar krydd....pipar...krydd...súr....tóbak og ávextir.
Þegar inn var komið spratt að okkur Lýbanskur þjónn (sá aldrei allt kvöldið hvaðan þjónarnir komu... þeir bara spruttu allt í einu eins og upp úr gólfinu) og spurði hvort við værum rússarnir!! Rússarnir????!!!! Neeeiii... við erum Íslendingar sagði Ásta Lára dauð hneyksluð.
Pssst...ussssss, hvíslaði Védís, snéri sér að þeim lýbanska og sagði: yes we are the russian people, is our table ready?!!!..... (og þetta sagði hún með rússneskum hreim)

what??????
Hvað í andsk... var í gangi?..... seinast þegar ég vissi var ég þýsk/ íslensk.
Ég horfði spurnaraugum á Védísi sem blikkaði til mín og brosti.
Okkur var vísað að borði í salnum sem var fyrir innan þykkt leikhústjald sem hékk úr loftinu.
Það var troðið í salnum, ég brosti að Védísi og sagði: vel valið kellin mín
( það er nefnilega merki um góðan stað ef mikið er að gera)
Andrea og Védís sátu á móti okkur Ástu Láru. Það var dulafullur þjónn sem spratt upp við borðið okkar og með skrítnum handarhreyfingum spurði hann okkur á bjagaðri ensku hvort við værum tilbúnar að panta.
Védís og Andrea sáu um að panta.
Við fengum alveg geggjaðan mat, veit reyndar ekkert hvað þetta var sem við vorum að borða, en það var óskaplega bragðgott.
Með matnum drukkum við vín..vín...og meira vín.
Við vorum rétt að klára matinn þegar ljósin voru slökkt í salnum, dúndrandi músík var sett af stað með mjög kröftugum trommuleik.
Smá saman kveiknuðu ljósin aftur og fram á gólfið stökk snargeggjuð magadansmær.

Þessi magadansmær lét eins og einhver hefði sprautað 1000 ofvirkum maurum upp í rassinn á henni. Lætin voru þvílík, að diskar flugu af borðum sem hún for fram hjá.
Ég horfði skelfd á Védísi og spurði hvort þetta ætti að vera svona?
Já já... þetta er bara byrjunin svaraði hún.
Allt í einu var hún komin að borðinu hjá okkur og var farin að bömpa við öxlina á aumingja Ástu Láru sem var að klára að borða og dulafulli þjónnin stóð við hlið hennar og klappaði sem óður væri.
Ásta Lára, vissi ekkert hvað hún átti að gera, Andrea og Védís aftur á móti vældu af hlátri. Ég brosti góðlátlega og reyndi með handahreyfingum að sýna henni að hún væri ekki velkomin við okkar borð. Eitthvað misskildi hún mig, því hún efldist bara um helming og af óskiljanlegum ástæðum slengdi hún nú brjóstunum á sér ofan á hausinn á Ástu Láru!!!! og nú stóð magadansmærin þarna yfir rauðhærðu vinkonu minni með tútturnar á sér lafandi niður á andlitið á henni.
Hverslags andsk.... fíflagangur var þetta eiginlega??
Ég leit á Andreu og Védísi en sá að þar var enga hjálp að fá... þær lágu utan í hvor annari máttlausar... af hlátri!!
Ég ákvað að gera eitthvað í málunum og var við það að standa upp, þegar magadansmærin dansaði sjálfkrafa í burtu.
Guði sé lof, stundi Ásta Lára.......

Hvaða geðveikrahæli er þetta eiginlega spurði ég, en fékk ekkert svar, Védís kallaði á þjóninn og sagði eitthvað á ensku með rússneskum hreim, þjónnin rak upp roknahlátur og hvarf á braut.
Það liðu kannski 3 mín þar til þjónninn spratt upp við borðið okkar aftur haldandi á einhverju silfruðu ferlíki með glerflösku á og langri slöngu.
Þetta ferlíki setti hann á mitt borðið hjá okkur og spurði :who beginn????
Védís benti á mig og sagði....she!
Þjónnin horfði á mig og spurði: first time.....,eh?????
What, first time??? Spurði ég.
Þjónninn: Pipe... first time????
Yes, sagði ég og vissi ekkert um hvað maðurinn var að tala.
Þjónninn: o.k you will like...... og með þessum orðum rak hann endan á slöngunni upp í mig.
Nú sat ég þarna uppábúinn 43 ára gömul með einhverja slöngudruslu upp í mér sem tengd var við silfraða ferlíkið á borðinu.
Þjónninn horfði á mig og kinkaði kolli með lymskulegt bros á smettinu....
Ég horfði á móti og vissi ekkert hvað ég átti að gera.

Suck!!!

What?????

Suck!!

Ég tók slönguna út úr mér horfði ákveðin á þjóninn og sagði: I bake your pardon????
Þjónninn var eldsnöggur að troða slöngunni aftur upp í mig og sagði aðeins of hastarlega fyrir minn smekk..... Suck!!!!

O.k hugsaði ég... ég skal þá sjúga!
Þjónninn stóð ennþá yfir mér og nú var hann orðinn pirraður,
með handahreyfingum benti hann mér á flöskuna sem var inni í ferlíkinu og sagði: Suck, harder!!!!

Ég reyndi mitt besta við að að sjúga, en ekkert gerðist
Suck woman... suck!!!!!.... Gólaði þjónninn,

Ég var orðin hálf hrædd og þorði ekki annað en að hlýða, ég saug sem mest ég mátti og nú var fólk á nærliggjandi borðum farið að fylgjast með.

Mamma!... þú verður að sjúga og láta vatnið í flöskunni bubbla, sagði Andrea.

Mér fannst ég sjúga eins og ég gat, en vatnið hreyfðist ekki.
Hvað gerir helv... þjónninn þá?.... jú mér til mikillar skelfingar fer fíflið að klappa og fær fólkið við hliðina til að klappa með.... svona til að hvetja mig!
Áður en ég vissi var allur salurinn farinn að klappa og eins og það væri ekki nóg þá voru allir farnir að kalla, Suck!!! suck.!!!.......
Andsk... sjálfur hugsaði ég... ég skal sko sýna ykkur að ég get komið þessu vatni á hreyfingu og nú saug ég eins og mother fuc...
Ég saug og saug og saug... og vatnið í glerflöskunni var komið á feygiferð
(minnti svolítið á bubblandi hver)
Reykurinn sem ég fékk ofaní mig var eins og ilmvatn á bragðið og mér var farið að svima.
Ekki veit ég hvað ég saug lengi, en ég man að ég gafst upp um það leiti sem mér fannst augun á mér vera að poppa út úr hausnum á mér.
Ég leit á dóttur mína sem var komin með slönguna upp í sig og ætlaði að vara hana við en... ég kom ekki upp einu einasta orði. Mér fannst salurinn snúast á ógnarhraða og ég ríghélt mérí borðið.
Ég leit á Ástu Láru og tók andköf...... vinkona mín var óþekkjanleg, hvað hafði komið fyrir hana, andlitið á henni var eins og bráðin gúmmídúkur.....ég hristi hausinn og reyndi að fókusa á hana aftur, Guð hjálpi mér, ekki var þetta betra, nú var hausinn horfinn af henni!!!
. Ég lokaði augunum og það var það seinasta sem ég man.

Ég vaknaði morguninn eftir í svitabaði ......á hótelinu.

Ég segi ykkur ekki hvað ég á að hafa gert á þessum Lýbanska veitingastað eftir að ég missti ráð og rænu. En ef það er eitthvert sannleikskorn í því sem stelpurnar sögðu mér..... þá þakka ég mínum sæla að ég bý ekki í London.

That´s all folks !!!


andreaida.bloggar.is

Ég er gjörsamlega búin að missa mig yfir sögunum hennar Andreu,
vissi bara ekki að hún væri svona góður penni!!!


Jólahlaðborð

Fyrir einhverjum árum fékk ég senda á tveggja ára tímabili runu af skrítnum tilboðum frá….. einhverri veisluþjónustu sem ég hef aldrei heyrt tala um… hvorki fyrr né síðar.
Set þær inn hér á næstunni ykkur til skemmtunar.

Bréf 1.

Ho Ho HO..Góðann dagin, nú er timi kerta og spilla a ganga I garð og allir á öllum vinnustödvum farðnir að horfa I áttina á jóla.
Kver er ekki að kanast við það að þurfa a biða í – röð-í snjo- í kulda- og trek og brjaluðu snjostormsverði- í háahælaskoinum sinum og- sparifötum í – röð – til að komast –inn ??
-En núna er alt þetta úr söguni- já, af því að veissluþjonustan er búin að fa´frabæran kok!
jÁ til að bjoða öllum vinnufélögunum til að borða frábæran jólahlaðborða sman. jÁ hver getur boðð betra?
Já og það er sem er meira sem við erum að bjóða með þetta frábærra tilbuð, já, við komum líka með glös! jÁ og geri aðrir betur! Já og svo er þetta ekki alt sem er, við komum líka með dúka já giltan mjög falleg.

Saga frá kokinn.
Hann heitir José (hosi) og er 57 ára gamal.og hann er pabbi. Já hann er pabbi 6 börn, já og geri aðrir betur !
Hann bír ein í iðufelli þangað til han fer 22 desember heim til sín og konu.-já. Hann á heima í mexico í guate lahera sem er þorpur sem búa í 600 menns en með honumer það 601! .jÁ hann e r æðislegur kokur og gerir frábæran mat sem allir eru að talla um. Já geri aðrir betur.
Hann gerir jólahlaðborði fyrir þig og vinni og vinnifélaga og alla.
Kona hans heitir Maria börnin heitar, petro, Giovanni, travis, Elena. Mariachi og Fernando. Þaug eru 26-322-20-18-16-og 2 ára . Giovanni er blindur og travis er með krippa. jÁ það er bara ömurlaegan líf. Hann er stritt alan dagin af öllum lika fjölskilduni. J,a og konan hans er hassassti og liggur allan dag og hassar.

Tilbuð á jolahlaðborðann er;
Nu 1 hvítlauksmarineyrað hangikjött með salsabönnum.
Nu 2 haMORGARAHRIGGUR með jalapenjo osti ifir sem breiðan.
N3 tequila sild
Nu4 nirnabönnir fljótandi í jólasossu.
Nu5 chili marineyrað rossbiff.
Nu6 snakk fra mexico sem fast ekki hér og sosa
Nu7 upprulaðar quaterapönukokur með mauk græna lauk og vinþurrkðan kjuklingahals.
Nu8 eggkaka með kirklum sem er uppahaldsmat Giovanni sem er blindur.

jÁ þetta kostar bara 17öö kronur fyrir mann isl já og geri aðrir betur og hosi verður sveittur að reina að gleðja þig og alla sem þu þekkjar.
Íttu á repli og segðu hvað þið eru mörg.

That´s all folks !


Leikskólasagan síðan 2004


Allt of sein að sækja litla gullmolann minn í leikskólann í dag....... já, allt of sein.
Ég veit eiginlega ekki alveg hvað gerðist, ég man að ég var að hlusta á eitthvað disco (nema hvað) í bílnum á leiðinni í leikskólann að sækja Þorstein minn og ég veit að ég skaut augunum í átt að klukkunni og sá að ég var í góðum tíma hana vantaði 10 mín í 2 og ég átti eftir ca. 4 mín þar til að ég renndi upp að leikskólanum.
Ég var rétt búin að drepa á bílnum á bílast. fyrir utan leiksk. þegar ballið byrjaði.

Til þess að þið skiljið þessa sögu verð ég að segja ykkur að leikskólinn er staðsettur á hæsta tindi í Árbæ, svo er bara brött brekka alla leið niður að sundlaug.

Nema hvað, ég opna hurðina á bílnum og stíg út, loka huðinni og reyni að hreyfa mig af stað, ég er einstaklega óstyrk þegar það er hálka, en þetta var meira en hálka, þetta var brjáluð hálka og til að kóróna allt var líka bleyta yfir öllu !!!
Ég horfði kvíðin á brekkuna sem ág þurfti að glíma við niður að leikskólanum, og hugsaði með mér...ég á eftir að detta á hausinn.

"Guð hjálpi mér" !!!! .....heyri ég að einhver kallar fyrir aftan mig , ég lít við og sér þar konu koma á agalegri siglingu með barnavagn fyrir framan sig, hún réði ekki neitt við neitt , bara brunaði stjórnlaust áfram.
Ég hefði í alvöru skutlað mér frá ef hún hefði ekki verið með barnavagninn, en í einhverju stundarbrjálæði ákvað ég að bjarga konunni,.... eða í það minnsta barninu í vagninum.
Ég spólaði áfram og tók mér stöðu fyrir miðri brekkunni og setti út hendurnar, svo bara beið ég......."Búmm".... Vagninn lenti mjúklega á mér og lullaði síðan hægt til hliðar og stoppaði við handriðið sem umlýkur leikskólann, barninu var borgið og móðurinni líka sem hélt sér dauðahaldi í vagninn.
Ég hafði bjargað barninu og mömmunni, en höggið var töluvert og ég gat ekki bjargað mér.
Ég datt ekki..... en ég rann af stað og ég var fljót að komast á góða ferð .
Framhjá hliðinu á leikskólanum, framhjá gæsló sem er þar við hliðina, reyndar voru þær elskulegar og heilsuðu mér konurnar sem stóðu þar fyrir innan þegar ég brunaði framhjá.
Ég hugsaði með skelfingu um það hvað yrði um mig ,því brekkann varð brattari og brattari og ég gat ekki séð það fyrir mér hvernig ég átti að stoppa. Ég veit ekki af hverju ég lét mig ekki bara plomma á óæðri endann og reyna svo bara að stoppa mig einhvernveginn.
Allavega, ég var komin á þó nokkra siglingu þegar ég kom að brattasta hlutanum, ég sver ykkur að ég sá fyrir mér endalok mín og það ófögur.
Mitt í örvæntingunni rak ég augun í jólatré sem lá þarna í brattanum og ég gat ekki betur séð en það væri ennþá eitthvað af skrauti á því ég ákvað að reyna að ná því og nota það til að stoppa mig.
Já það er ekki öll vitleysan eins, ég náði trénu, en við það þyngdist ég bara og ferðin jókst til muna. Ég sá fljótt að þetta myndi ekki ganga og ákvað að sleppa trénu en uppgötvaði mér þá til mikillar skelfingar að tréið var fast við mig. Helv.... skrautið festist einhvernveginn við úlpuna mína. Ég baðaði út höndunum til að halda jafnvæginu.
Þarna var ég 42 ára gömul kona á fljúgandi siglingu niður brattann göngustíg í Árbæ með skreytt jólatré í eftirdragi.
Ég var búin að renna framhjá tveimur götum sem liggja að göngustígnum og þakkaði mínum sæla að enginn var þarna á ferli , bæði vildi ég ekki að neinn sæi mig og svo var ég líka hrædd um að ég myndi bana þeim sem fyrir mér yrði.
Já ég hef í ýmsu lent um ævina ...
Þegar hér er komið við sögu er ég farin að sjá í sundlaugina og vissi að ferð minni væri að ljúka, en ég hafði samt áhyggjur af því hvernig ég myndi enda og hvort ég myndi lifa þetta af.
En hvað gerist þá ........ mér til mikkillar skelfingar sé ég heila hrúgu af hálf skreyttum jólatrjám, sem lágu þarna í búnka neðst í brekkunni. Nú fór ég að biðja til guðs, ég var bara búin með, "góði Guð" þegar .. Búmm!
ég lenti í miðri hrúgunni á maganum og nú hófst barátta mín. Ég með frekar stuttar neglur reyndi að stoppa mig með því að læsa þeim í jörðina en við það snérist ég og ég sem hafði þó til þessa getað séð það sem var fyrir framan mig brunaði nú á maganum með rassinn á undan niður brekkuna. Eins og það væri ekki nó þá var helv..... jólatréð ennþá fast við mig og nú brunaði það samsíða mér niður brekkuna. Ég man ekki hvað gerðist næst, held reyndar að það hafi liðið yfir mig af hræðslu.
En þegar ég rankaði við mér var ég stopp og yfir mér stóð maður sem ég hef aldrei séð áður. Ég spurði hann hálf aumingjalega hvort ég væri búin að liggja þarna lengi en hann svaraði því til, að ég hafi verið að "lenda".
Hann skutlaði mér heim og hló næstum alla leiðina. Hann sagðist hafa verið að koma úr sundi þegar hann sá eitthvað svart stórt koma á rosa siglingu niður brekkuna.
Hann ætlaði næstum að kafna úr hlátri þegar hann sagði : Ég hélt fyrst að þú værir gúmmí bátur !!!

Mér fannst þetta ekki fyndið og ég hugsa að karlinn hafi verið með hiksta í heilar 3 vikur á eftir.

That´s all folks !!!


Breski Lounge-inn

Þið megið ekki halda að ég sé einhver aflóga fyllibytta sem hangi bara á flugvöllum drekkandi mig stupit í tíma og ótíma.
En ég bara verð að segja ykkur frá þessari uppákomu, sem er bæði drepfyndin og ótrúlega asnaleg.
Þannig var að ég var nýbúin að kveðja mína elskulegu dóttur Andreu og sambýling hennar, hana Heiðu úti í NY. Ég hafði ekki tekið neitt sumarfrí í sumar (sökum vinnu) og ákvað að skella mér með þeim stöllum út og hjálpa þeim að finna góða leigu íbúð fyrir þetta skólaár.

Sem sagt, þessi eina vika sem ég var þarna var liðinn og ég á leið heim. Ég var mætt i góðum tíma út á völl, ég tékkaði mig inn og fór beint inn á Breskan lounge sem mér var boðið á. Þessi lounge er rekin af British Air..... rosalega flottur, flennistór með mörgum sófasettum, gosbrunnum og legubekkjum.
Þarna eru líka barir út um allt, fólk fer og fær sér það sem það vill og allt frítt.... eitthvað fyrir alla, þarna er svona ávaxtabar svo er kaffibar, samlokubar og einn rosalega stór áfengisbar.
Það var hrikalega heitt þarna inni, ekki það að það var líka mjög heitt úti og sólin skein eins og í eyðimörk.
Á þessum lounge voru litlir þakgluggar hér og þar, sem gerði það að verkum að sólin náði í gegn og hitaði ansi vel.
Mér var ömurlega heitt og ákvað að fá mér eitthvað að drekka, ég leit á klukkuna.... já, hugsaði ég... það má alveg fá sér eitt hvítvínsglas kl. 13 og hellti mér í glas, fékk mér svo sæti og lét mér líða vel.
Ég var enga stund með þetta eina glas, enda hitinn að gera útaf við mig og ég óvenju þyrst... ég fékk mér annað.
Ég horfði í kringum mig... það var ekkert mikið af fólki þarna, ég var svona að spá í það hvort einhver myndi taka eftir því ef ég færi á barinn í 3 sinn.
Ég ákvað að færa mig í annað sófasett nær barnum. Ég hætti að drekka hvítvín og fékk mér bjór, svitinn bogaði af höfðinu á mér og ég greip með mér bunka af servíettum sem þarna lágu, bæði til að nota sjálf og til að færa Kollu nágrannakonu minni sem er 60 ára og safnar serviettum.
Servíetturnar voru mjög fallegar, hvítar í grunninn með fullt af cokteilglösum á og í hverju cokteilglasi var rautt kirsuber.

Ég tók tvær flöskur af bjór og þambaði úr þeim á no time...... nú var farið að svífa á mig og helv.... svitinn og hitinn var að gera út af við mig. Ég reyndi að vera pen og beygði mig aðeins niður (svona eins og ég væri að reima skóna mína) til að þerra á mér andlitið ... það er eitthvað svo ömurlegt að láta alla sjá sig vera að þerra svitann.
Ég náði mér í aðrar tvær flöskur og fékk mér sæti. Einhverra hluta vegna hélt ég áfram að svitna á hausnum og ég mátti hafa mig alla við að þurrka mér í framan..... eins gott að ég tók svona margar servíettur.

Í næsta bás við mig settust nú 3 miðaldra menn, ansi huggulegir (að mig minnir) og fóru að gefa mér auga. Ég segi ykkur það satt að ég var orðin ansi vel hífuð af þessari bjórdrykkju og brosti fallega til þeirra. Þeir brostu á móti og einn þeirra blikkaði mig.
Ég tók mig til og náði mér í annan bjór og meira af servíettum og á leið minni á barinn gekk ég fram hjá þeim og brosti .... hálf gliðrulega.
Ég náði að þerra á mér andlitið þannig að þeir tóku ekki eftir og settist í sófann eins dömulega og ég gat.
Nú fór einn af þessum huggulegu mönnum að strjúka á sér andlitið , svona í kringum munninn horfandi á mig.
Noh!!!....... það var aldeilis, sá var frakkur hugsaði ég, en fannst þetta ótrúlega gaman, enda all langt síðan að ég hafði fengið svona mikla athygli frá karlmönnum.

Ég var algjörlega á valdi daðurpúkans og áfengið sem ég var búin að drekka, gerði hann kræfari en hann vanalega var. Ég sem hafði haft svo mikið fyrir því að festa upp á mér hárið, ákvað að losa um spennurnar og lét hárið detta niður og fór að sveifla því til eins og einhver drusla.
Hárið var hálf kleprað af svita svo ég var ekki lengi að festa það upp aftur.
Eins og í öllum betri lounge-um hljómaði tónlist um salinn... ekkert hátt, bara svona þægilega en nóg ti að maður heyrði hvað var verið að syngja.
Það gat ekki verið meira viðeigandi lag sem kom mitt í þessu ömurlega ,daðri mínu við þessa ókunnu erlendu menn, Fever!
Ég horfði á þennan sem hafði verið að strjúka sig í kringum munnin, bleytti á mér varirnar og söng með... fever, in the morning... fever all throug the night....
Mér fannst ég vera algjör skvísa og þvílík athyglin sem ég fékk..... nú fóru þeir allir þrír að strjúka á sér andlitið og brostu hálf ógeðslega.
Guð minn góður, hugsaði ég... var þetta ekki aðeins of mikið??!
Mér var ekki sama, þetta gæti endað illa ef ég ekki hætti þessu helv... daðri mínu, hvað vissi ég hvers konar menn þetta voru... kannski voru þeir allir helv... perrar, hvað var ég að gera?
Tónlistin hætti og konurödd hljómaði: Will the last remaining passanger for Icelandair to Keflavik Iceland please bord immediately !!!
What?!... Icelandair?! Ég stökk á fætur.... guð minn góður, var ég að missa af vélinni? .... ég hljóp af stað, alveg að pissa í mig og ákvað að fórna dýrmætum tíma á klóinu, enda ekki um annað að ræða, ef ég ætlaði að komast út í vél.
Ég leit á klukkuna, hana vantaði 5 mínútur í tvö og vélin átti að fara kl. tvö!
Ég hentist út af klóinu ætlaði að þvo mér hendurnar, rétt lét þær snerta bununa og ...... JESUS MINN!!!!!!
Það mátti engu muna að ég fengi slag á staðnum, í speglinum á móti mér blasti við mér kona... ÉG, með andlitið fullt af cokteilglösum og kirsuberjum!!!!
Það var hálf ómennskt þetta vein sem upp ur mér kom ...helv... servíetturnar. Í öllum þessum hita og svita, höfðu cokteilglösin virkað eins og stimplar og ég 46 ára konan öll út stimpluð í þessum fjandans glösum í andlitinu.
Ég panikaði gjörsamlega, snérist í hringi og vissi ekki hvað ég átti að gera, þegar konuröddin hljómaði aftur og nú ákveðnari en áður: WIll the remaning passanger......
Ég tók á rás og á spretthlaupi mínu í gegnum flugstöðvagangana fálmaði ég eftir pasmínu sem ég var með í töskunni minni.
Höndin á mér titraði þegar ég rétti fram passann minn og brottfararspjald..... flugfreyjan horfði rannsakandi á mig og ég vonaði til guðs að hún léti mig í friði og hleypti mér inn. Sem betur fer sat engin við hlið mér og tjaldið var beint fyrir aftan mig. Ég hafði valsað inn í vélina með pasmínuna mína vafða um höfuð mér eins og muslimakona og eins og muslimakona fór ég inn á klósett að þrífa mig. Það var aftur a móti döpur og skömmustuleg Carola sem kom út af klósettinu, eldrauð í andliti með upphleypt ofnæmis þykkildi þar sem áður voru þrjósk og illa þrífandi kirsuber.

5 klt síðar var húðin búin að jafna sig og ég kyssti bæði eiginmann og son í Leifsstöð sem voru komnir til að taka á móti mér...MÉR ómerkilegu daður-druslunni!!

That´s all folks !!!


Indverski leigubílsstjórinn.

Andrea hafði verið svo sæt að koma alla leið upp á flugvöll JFK að sækja mig, við mæðgurnar ætluðum að eiga góða helgi saman og skemmta okkur í New York.
Við hentumst inn í leigubíl fyrir utan flugstöðina og sjá!!..... leigubílsstjórinn var Indverji með hvítan turban. Ég sver að ég hef hvorki fyrr né síðar séð svona brosmildann mann….skælbrosandi snéri hann sér að okkur og sagði á mjög svo bjagaðri ensku : So ladyss welcome to America … whe ju wanna go?
Andrea þuldi upp heimilisfangið sitt og karlinn keyrði af stað … ég var ekki búin að sjá stelpuna mina í heila 3 mánuði og gat ekki beðið eftir að taka utan um hana og knúsa. Ég var aðeins pínu létt á því, enda búin að kynna mér vín úrvalið ansi vel um borð í flugvélinni….. í þessa 6 klt. sem það tók að fljúga til NY.

Ég lét það sko ekki stoppa mig þótt Indverjinn yrði vitni af því, tók utan um Andreu og rak henni rembingskoss á aðra kinnina.
Indverjinn snarnegldi niður, sveigði bíl-tíkinni útaf veginum, leit aftur í til okkar og gólaði með angist í röddinni : No…no,no,no…. No make love in taxi!!!
What ?!
Ég leit á Andreu…..heyrði ég rétt ? sagði hann …not make love?!
Sir… this is my mother, we are not…… Andrea komst ekki lengra, því ég ákvað (eftir alla flugvéla- drykkina) að mamman ætti að sjá um þetta, og gaspraði frammí fyrir henni… Sir, we are not lesbians, we are Icelanders!

Mamma!!! Andrea horfði á mig stórum augum og fór að hlæja… hvað ertu að bulla kona ? og í framhaldi fór hún í það að útskýra fyrir Indverjanum hvernig við værum tengdar og fullvissaði hann um , að ekkert undarlegt væri í gangi.
Indverjinn tók gleði sína á ný, og keyrði af stað. Ég gat ekki annað en hlegið og ætlaði eitthvað að fara að segja við Andreu, þegr Indverjinn byrjar að tala.
OK, laddyss… ju are where from? Ireland ?
Andrea tók að sér að tala….. no we are from ICELAND.
Indverjinn: Icelande ??!!! Oh…. Very very bjutiful land and very hot…no?…
Andrea: hot?... no, it´s rather cold.
Indverjinn: yes, I know hot in winter and I know everything who own every Icelande.
Andrea: sorry?
Indverjinn: yes…Vinsoloo!
Hvað er maðurinn að tala um.. spurði ég og fór að hlæja.. Andrea sagðist varla vita það, en einhverra hluta vegna væri hann með það í kollinum að á Íslandi væri heitt á veturna .
Sá er ruglaður sagði ég og ákvað að leiðrétta manninn…. Ég hallaði mér fram og sagði… Sir it´s hot in Australia in the winter.
Indverjinn: Yess
Ég: yes ?!
Indverjinn: I know who own Iceland!
Andrea: what do you mean, who owns Iceland, nobody OWNS Iceland!
Indverjinn: yes, the muglon !
Ég sprakk úr hlátri… mu ..hvað ??!!… hvað í andsk… var hann að tala um!
Indverjinn: yes, muglon and wife.

Indverjinn hélt áfram og sagði stoltur: muglon has been here and eat masala with Vinsoloo and say best masala in world and will open for Vinsoloo a restaurant in Iceland and whole world, so he and wife can eat masala when want and me is going with him couse Vinsoloo and muglon be bussy and I drive muglon wife to castle.

Ég var gjörsamlega að tapa mér þarna aftur í bílnum… maðurinn var stór skemmtilegur, djö…. Var þetta góð byrjun, ég sá fram á skemmtilegan tíma í NY. Ég pikkaði í Andreu…. Við erum öruggleg í falinni myndavél.
Nei mamma, hann er fáviti!
Ég gat ekki hætt að hlæja.
Andrea hafði eitthvað ekki húmorinn fyrir þessu eins og ég, enda ekki búin að smakka deigan dropa af áfengi …eins og móðirinn sem lá í hláturskrampa við hlið hennar.

Andrea: nobody owns Iceland no muglon or wife, we have a president you know, like Americans have Bush!
Indverjinn: Bush, is Bush president?!
Andrea, frekar hneyksluð: yes.
Indverjinn: I know him very well, he have masala with Vinsoloo.

Who is Visoloo, spurði ég en uppskar aðeins hlátur frá þeim Indverska.
Laddyss… you gonna see statuoflibbaty ? ..I know who give her here… it Was Ghandi, you know Ghandi Indian God .
Ég: what are you talking about?
Indverjin : Oh… you don’t know statuoflibbaty and Ghandi ?

Við Andrea litum á hvor aðra og sprungum af hlátri… hún útskýrði fyrir mér hlæjandi að hann væri að tala um frelsisstyttuna og væri svo bilaður að halda því fram að Ghandi hefði gefið hana til NY.
Ég dó næstum úr hlátri, hver hafði tekið að sér að fræða .þennan gaur, stóð hann virkilega í þeirri meiningu að Ghandi hefði gefið frelsisstytuna. Ég ætlaði að fara að leiðrétta hann en hætti við. Sá fyrir mér að hann yrði þunglyndur það sem eftir væri ef ég segði honum að það hefðu í raun verið Frakkar sem gáfu hana.

Ég ákvað bara að láta sem ég vissi ekkert og sagði: yes we are going to see the statue.
Indverjinn: OK… listen, you go see Bakul and tell him Gagan send you, you get personal tour to statuoflibbaty and to empirestatebuilding and he will let you pay only 100 $ yes ?
Andrea var orðin pínu pirruð á karlinum og sagði honum að við ætluðum á eigin vegum að skoða Manhattan.
Indverjinn gafst ekki upp og hélt áfram…you know Bakul is cleaning statuoflibbaty and you can go with him and see from nose NY !

From nose ?! Sagði ég… so he cleans the nose of the statue ?
Indverjinn : yes …and you can look from right nose-hole !
Nú brjáluðumst við báðar úr hlátri…. Djö… væri það þess virði, að borga 100 $ fyrir að sjá NY út úr hægri nasarholunni á frelsisstyttunni.

Vð vorum komnar heim til Andreu og í smá léttvíns gleði sem enn sveif yfir mér, bað ég Indverjann um símanúmmerið hans, svo ég gæti fengið frekari uppl. um nef-þrif –gaurinn, sem ég ætlaði svo sannarlega að fá til að sýna mér statuoflibbaty!

That´s all folks !!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband