Indverski leigubílsstjórinn.

Andrea hafði verið svo sæt að koma alla leið upp á flugvöll JFK að sækja mig, við mæðgurnar ætluðum að eiga góða helgi saman og skemmta okkur í New York.
Við hentumst inn í leigubíl fyrir utan flugstöðina og sjá!!..... leigubílsstjórinn var Indverji með hvítan turban. Ég sver að ég hef hvorki fyrr né síðar séð svona brosmildann mann….skælbrosandi snéri hann sér að okkur og sagði á mjög svo bjagaðri ensku : So ladyss welcome to America … whe ju wanna go?
Andrea þuldi upp heimilisfangið sitt og karlinn keyrði af stað … ég var ekki búin að sjá stelpuna mina í heila 3 mánuði og gat ekki beðið eftir að taka utan um hana og knúsa. Ég var aðeins pínu létt á því, enda búin að kynna mér vín úrvalið ansi vel um borð í flugvélinni….. í þessa 6 klt. sem það tók að fljúga til NY.

Ég lét það sko ekki stoppa mig þótt Indverjinn yrði vitni af því, tók utan um Andreu og rak henni rembingskoss á aðra kinnina.
Indverjinn snarnegldi niður, sveigði bíl-tíkinni útaf veginum, leit aftur í til okkar og gólaði með angist í röddinni : No…no,no,no…. No make love in taxi!!!
What ?!
Ég leit á Andreu…..heyrði ég rétt ? sagði hann …not make love?!
Sir… this is my mother, we are not…… Andrea komst ekki lengra, því ég ákvað (eftir alla flugvéla- drykkina) að mamman ætti að sjá um þetta, og gaspraði frammí fyrir henni… Sir, we are not lesbians, we are Icelanders!

Mamma!!! Andrea horfði á mig stórum augum og fór að hlæja… hvað ertu að bulla kona ? og í framhaldi fór hún í það að útskýra fyrir Indverjanum hvernig við værum tengdar og fullvissaði hann um , að ekkert undarlegt væri í gangi.
Indverjinn tók gleði sína á ný, og keyrði af stað. Ég gat ekki annað en hlegið og ætlaði eitthvað að fara að segja við Andreu, þegr Indverjinn byrjar að tala.
OK, laddyss… ju are where from? Ireland ?
Andrea tók að sér að tala….. no we are from ICELAND.
Indverjinn: Icelande ??!!! Oh…. Very very bjutiful land and very hot…no?…
Andrea: hot?... no, it´s rather cold.
Indverjinn: yes, I know hot in winter and I know everything who own every Icelande.
Andrea: sorry?
Indverjinn: yes…Vinsoloo!
Hvað er maðurinn að tala um.. spurði ég og fór að hlæja.. Andrea sagðist varla vita það, en einhverra hluta vegna væri hann með það í kollinum að á Íslandi væri heitt á veturna .
Sá er ruglaður sagði ég og ákvað að leiðrétta manninn…. Ég hallaði mér fram og sagði… Sir it´s hot in Australia in the winter.
Indverjinn: Yess
Ég: yes ?!
Indverjinn: I know who own Iceland!
Andrea: what do you mean, who owns Iceland, nobody OWNS Iceland!
Indverjinn: yes, the muglon !
Ég sprakk úr hlátri… mu ..hvað ??!!… hvað í andsk… var hann að tala um!
Indverjinn: yes, muglon and wife.

Indverjinn hélt áfram og sagði stoltur: muglon has been here and eat masala with Vinsoloo and say best masala in world and will open for Vinsoloo a restaurant in Iceland and whole world, so he and wife can eat masala when want and me is going with him couse Vinsoloo and muglon be bussy and I drive muglon wife to castle.

Ég var gjörsamlega að tapa mér þarna aftur í bílnum… maðurinn var stór skemmtilegur, djö…. Var þetta góð byrjun, ég sá fram á skemmtilegan tíma í NY. Ég pikkaði í Andreu…. Við erum öruggleg í falinni myndavél.
Nei mamma, hann er fáviti!
Ég gat ekki hætt að hlæja.
Andrea hafði eitthvað ekki húmorinn fyrir þessu eins og ég, enda ekki búin að smakka deigan dropa af áfengi …eins og móðirinn sem lá í hláturskrampa við hlið hennar.

Andrea: nobody owns Iceland no muglon or wife, we have a president you know, like Americans have Bush!
Indverjinn: Bush, is Bush president?!
Andrea, frekar hneyksluð: yes.
Indverjinn: I know him very well, he have masala with Vinsoloo.

Who is Visoloo, spurði ég en uppskar aðeins hlátur frá þeim Indverska.
Laddyss… you gonna see statuoflibbaty ? ..I know who give her here… it Was Ghandi, you know Ghandi Indian God .
Ég: what are you talking about?
Indverjin : Oh… you don’t know statuoflibbaty and Ghandi ?

Við Andrea litum á hvor aðra og sprungum af hlátri… hún útskýrði fyrir mér hlæjandi að hann væri að tala um frelsisstyttuna og væri svo bilaður að halda því fram að Ghandi hefði gefið hana til NY.
Ég dó næstum úr hlátri, hver hafði tekið að sér að fræða .þennan gaur, stóð hann virkilega í þeirri meiningu að Ghandi hefði gefið frelsisstytuna. Ég ætlaði að fara að leiðrétta hann en hætti við. Sá fyrir mér að hann yrði þunglyndur það sem eftir væri ef ég segði honum að það hefðu í raun verið Frakkar sem gáfu hana.

Ég ákvað bara að láta sem ég vissi ekkert og sagði: yes we are going to see the statue.
Indverjinn: OK… listen, you go see Bakul and tell him Gagan send you, you get personal tour to statuoflibbaty and to empirestatebuilding and he will let you pay only 100 $ yes ?
Andrea var orðin pínu pirruð á karlinum og sagði honum að við ætluðum á eigin vegum að skoða Manhattan.
Indverjinn gafst ekki upp og hélt áfram…you know Bakul is cleaning statuoflibbaty and you can go with him and see from nose NY !

From nose ?! Sagði ég… so he cleans the nose of the statue ?
Indverjinn : yes …and you can look from right nose-hole !
Nú brjáluðumst við báðar úr hlátri…. Djö… væri það þess virði, að borga 100 $ fyrir að sjá NY út úr hægri nasarholunni á frelsisstyttunni.

Vð vorum komnar heim til Andreu og í smá léttvíns gleði sem enn sveif yfir mér, bað ég Indverjann um símanúmmerið hans, svo ég gæti fengið frekari uppl. um nef-þrif –gaurinn, sem ég ætlaði svo sannarlega að fá til að sýna mér statuoflibbaty!

That´s all folks !!!


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Gargandi snilld... Gott að þú sért komin til baka.. Hlakka mikið til að lesa og hlæja meira með þér hér.

Lilja Einarsdóttir, 4.9.2007 kl. 17:48

2 identicon

..velkomin aftur ...!! Þessi færsla bjargaði deginum hjá mér - sniiiild!! :)

Urdz (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 12:21

3 Smámynd: Hjördís Ásta

Algjör snilld eins og alltaf :)....ég get ekki beðið eftir fleiri sögum

Hjördís Ásta, 9.9.2007 kl. 11:43

4 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Algjör snilld, þessi færsla. Velkomin aftur, ég fylgdist reglulega með hinni síðunni þinni, gaman að þú sért byrjuð aftur.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 9.9.2007 kl. 16:01

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Húba, uppáhaldið í bloggheimum komin til að 'moggast'

Velkomin í hópinn, & ég vona að þú hafir látið eftir þér nasaháraferðina líka.

S.

Steingrímur Helgason, 12.9.2007 kl. 01:14

6 identicon

:) hehe algjört brill :D takk fyrir þessa sögu :) og velkomin aftur í bloggheima :))

Anna (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 14:08

7 identicon

Nú get ég andað léttar....þú ert loksins komin aftur :) Get ekki beðið eftir fleiri sögum!!

Guðrún Auðuns (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband