Breski Lounge-inn

Þið megið ekki halda að ég sé einhver aflóga fyllibytta sem hangi bara á flugvöllum drekkandi mig stupit í tíma og ótíma.
En ég bara verð að segja ykkur frá þessari uppákomu, sem er bæði drepfyndin og ótrúlega asnaleg.
Þannig var að ég var nýbúin að kveðja mína elskulegu dóttur Andreu og sambýling hennar, hana Heiðu úti í NY. Ég hafði ekki tekið neitt sumarfrí í sumar (sökum vinnu) og ákvað að skella mér með þeim stöllum út og hjálpa þeim að finna góða leigu íbúð fyrir þetta skólaár.

Sem sagt, þessi eina vika sem ég var þarna var liðinn og ég á leið heim. Ég var mætt i góðum tíma út á völl, ég tékkaði mig inn og fór beint inn á Breskan lounge sem mér var boðið á. Þessi lounge er rekin af British Air..... rosalega flottur, flennistór með mörgum sófasettum, gosbrunnum og legubekkjum.
Þarna eru líka barir út um allt, fólk fer og fær sér það sem það vill og allt frítt.... eitthvað fyrir alla, þarna er svona ávaxtabar svo er kaffibar, samlokubar og einn rosalega stór áfengisbar.
Það var hrikalega heitt þarna inni, ekki það að það var líka mjög heitt úti og sólin skein eins og í eyðimörk.
Á þessum lounge voru litlir þakgluggar hér og þar, sem gerði það að verkum að sólin náði í gegn og hitaði ansi vel.
Mér var ömurlega heitt og ákvað að fá mér eitthvað að drekka, ég leit á klukkuna.... já, hugsaði ég... það má alveg fá sér eitt hvítvínsglas kl. 13 og hellti mér í glas, fékk mér svo sæti og lét mér líða vel.
Ég var enga stund með þetta eina glas, enda hitinn að gera útaf við mig og ég óvenju þyrst... ég fékk mér annað.
Ég horfði í kringum mig... það var ekkert mikið af fólki þarna, ég var svona að spá í það hvort einhver myndi taka eftir því ef ég færi á barinn í 3 sinn.
Ég ákvað að færa mig í annað sófasett nær barnum. Ég hætti að drekka hvítvín og fékk mér bjór, svitinn bogaði af höfðinu á mér og ég greip með mér bunka af servíettum sem þarna lágu, bæði til að nota sjálf og til að færa Kollu nágrannakonu minni sem er 60 ára og safnar serviettum.
Servíetturnar voru mjög fallegar, hvítar í grunninn með fullt af cokteilglösum á og í hverju cokteilglasi var rautt kirsuber.

Ég tók tvær flöskur af bjór og þambaði úr þeim á no time...... nú var farið að svífa á mig og helv.... svitinn og hitinn var að gera út af við mig. Ég reyndi að vera pen og beygði mig aðeins niður (svona eins og ég væri að reima skóna mína) til að þerra á mér andlitið ... það er eitthvað svo ömurlegt að láta alla sjá sig vera að þerra svitann.
Ég náði mér í aðrar tvær flöskur og fékk mér sæti. Einhverra hluta vegna hélt ég áfram að svitna á hausnum og ég mátti hafa mig alla við að þurrka mér í framan..... eins gott að ég tók svona margar servíettur.

Í næsta bás við mig settust nú 3 miðaldra menn, ansi huggulegir (að mig minnir) og fóru að gefa mér auga. Ég segi ykkur það satt að ég var orðin ansi vel hífuð af þessari bjórdrykkju og brosti fallega til þeirra. Þeir brostu á móti og einn þeirra blikkaði mig.
Ég tók mig til og náði mér í annan bjór og meira af servíettum og á leið minni á barinn gekk ég fram hjá þeim og brosti .... hálf gliðrulega.
Ég náði að þerra á mér andlitið þannig að þeir tóku ekki eftir og settist í sófann eins dömulega og ég gat.
Nú fór einn af þessum huggulegu mönnum að strjúka á sér andlitið , svona í kringum munninn horfandi á mig.
Noh!!!....... það var aldeilis, sá var frakkur hugsaði ég, en fannst þetta ótrúlega gaman, enda all langt síðan að ég hafði fengið svona mikla athygli frá karlmönnum.

Ég var algjörlega á valdi daðurpúkans og áfengið sem ég var búin að drekka, gerði hann kræfari en hann vanalega var. Ég sem hafði haft svo mikið fyrir því að festa upp á mér hárið, ákvað að losa um spennurnar og lét hárið detta niður og fór að sveifla því til eins og einhver drusla.
Hárið var hálf kleprað af svita svo ég var ekki lengi að festa það upp aftur.
Eins og í öllum betri lounge-um hljómaði tónlist um salinn... ekkert hátt, bara svona þægilega en nóg ti að maður heyrði hvað var verið að syngja.
Það gat ekki verið meira viðeigandi lag sem kom mitt í þessu ömurlega ,daðri mínu við þessa ókunnu erlendu menn, Fever!
Ég horfði á þennan sem hafði verið að strjúka sig í kringum munnin, bleytti á mér varirnar og söng með... fever, in the morning... fever all throug the night....
Mér fannst ég vera algjör skvísa og þvílík athyglin sem ég fékk..... nú fóru þeir allir þrír að strjúka á sér andlitið og brostu hálf ógeðslega.
Guð minn góður, hugsaði ég... var þetta ekki aðeins of mikið??!
Mér var ekki sama, þetta gæti endað illa ef ég ekki hætti þessu helv... daðri mínu, hvað vissi ég hvers konar menn þetta voru... kannski voru þeir allir helv... perrar, hvað var ég að gera?
Tónlistin hætti og konurödd hljómaði: Will the last remaining passanger for Icelandair to Keflavik Iceland please bord immediately !!!
What?!... Icelandair?! Ég stökk á fætur.... guð minn góður, var ég að missa af vélinni? .... ég hljóp af stað, alveg að pissa í mig og ákvað að fórna dýrmætum tíma á klóinu, enda ekki um annað að ræða, ef ég ætlaði að komast út í vél.
Ég leit á klukkuna, hana vantaði 5 mínútur í tvö og vélin átti að fara kl. tvö!
Ég hentist út af klóinu ætlaði að þvo mér hendurnar, rétt lét þær snerta bununa og ...... JESUS MINN!!!!!!
Það mátti engu muna að ég fengi slag á staðnum, í speglinum á móti mér blasti við mér kona... ÉG, með andlitið fullt af cokteilglösum og kirsuberjum!!!!
Það var hálf ómennskt þetta vein sem upp ur mér kom ...helv... servíetturnar. Í öllum þessum hita og svita, höfðu cokteilglösin virkað eins og stimplar og ég 46 ára konan öll út stimpluð í þessum fjandans glösum í andlitinu.
Ég panikaði gjörsamlega, snérist í hringi og vissi ekki hvað ég átti að gera, þegar konuröddin hljómaði aftur og nú ákveðnari en áður: WIll the remaning passanger......
Ég tók á rás og á spretthlaupi mínu í gegnum flugstöðvagangana fálmaði ég eftir pasmínu sem ég var með í töskunni minni.
Höndin á mér titraði þegar ég rétti fram passann minn og brottfararspjald..... flugfreyjan horfði rannsakandi á mig og ég vonaði til guðs að hún léti mig í friði og hleypti mér inn. Sem betur fer sat engin við hlið mér og tjaldið var beint fyrir aftan mig. Ég hafði valsað inn í vélina með pasmínuna mína vafða um höfuð mér eins og muslimakona og eins og muslimakona fór ég inn á klósett að þrífa mig. Það var aftur a móti döpur og skömmustuleg Carola sem kom út af klósettinu, eldrauð í andliti með upphleypt ofnæmis þykkildi þar sem áður voru þrjósk og illa þrífandi kirsuber.

5 klt síðar var húðin búin að jafna sig og ég kyssti bæði eiginmann og son í Leifsstöð sem voru komnir til að taka á móti mér...MÉR ómerkilegu daður-druslunni!!

That´s all folks !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Æ, elsku vinkona, þú ert engri lík hvort sem þú ert með eða án kirsuberjamunsturs þá ertu einstök. Gott að þú ert aftur farin að skrifa!

Ingibjörg Margrét , 29.9.2007 kl. 08:58

2 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

servíettu stimpill!  Bara fyndið...  en kannski ekki akkúrat þegar að á þessu stóð !

Rannveig Lena Gísladóttir, 29.9.2007 kl. 10:28

3 identicon

hei hei, gaman að þú ert aftur komin í skrifgýrinn ;) maður þarf á svona síðum að halda í skólanum !!!

Helena Steinþórs (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 19:18

4 identicon

... þú ert einstök :-)  Til að lífga upp á daginn, þá les maður blöggið þitt.  Það klikkar aldrei ! kærar þakkir þú reddaðir deginum.

Maja (ffv.Fylkiskona (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 17:47

5 identicon

  !!! OMG...sé þíg í anda með kisuberjamustur!!

Þessi reddaði alveg deginum!

Guðrún Auðuns (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 13:43

6 identicon

Hahaha...þú bregst aldrei!

Sigríður (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband