Leikskólasagan síðan 2004


Allt of sein að sækja litla gullmolann minn í leikskólann í dag....... já, allt of sein.
Ég veit eiginlega ekki alveg hvað gerðist, ég man að ég var að hlusta á eitthvað disco (nema hvað) í bílnum á leiðinni í leikskólann að sækja Þorstein minn og ég veit að ég skaut augunum í átt að klukkunni og sá að ég var í góðum tíma hana vantaði 10 mín í 2 og ég átti eftir ca. 4 mín þar til að ég renndi upp að leikskólanum.
Ég var rétt búin að drepa á bílnum á bílast. fyrir utan leiksk. þegar ballið byrjaði.

Til þess að þið skiljið þessa sögu verð ég að segja ykkur að leikskólinn er staðsettur á hæsta tindi í Árbæ, svo er bara brött brekka alla leið niður að sundlaug.

Nema hvað, ég opna hurðina á bílnum og stíg út, loka huðinni og reyni að hreyfa mig af stað, ég er einstaklega óstyrk þegar það er hálka, en þetta var meira en hálka, þetta var brjáluð hálka og til að kóróna allt var líka bleyta yfir öllu !!!
Ég horfði kvíðin á brekkuna sem ág þurfti að glíma við niður að leikskólanum, og hugsaði með mér...ég á eftir að detta á hausinn.

"Guð hjálpi mér" !!!! .....heyri ég að einhver kallar fyrir aftan mig , ég lít við og sér þar konu koma á agalegri siglingu með barnavagn fyrir framan sig, hún réði ekki neitt við neitt , bara brunaði stjórnlaust áfram.
Ég hefði í alvöru skutlað mér frá ef hún hefði ekki verið með barnavagninn, en í einhverju stundarbrjálæði ákvað ég að bjarga konunni,.... eða í það minnsta barninu í vagninum.
Ég spólaði áfram og tók mér stöðu fyrir miðri brekkunni og setti út hendurnar, svo bara beið ég......."Búmm".... Vagninn lenti mjúklega á mér og lullaði síðan hægt til hliðar og stoppaði við handriðið sem umlýkur leikskólann, barninu var borgið og móðurinni líka sem hélt sér dauðahaldi í vagninn.
Ég hafði bjargað barninu og mömmunni, en höggið var töluvert og ég gat ekki bjargað mér.
Ég datt ekki..... en ég rann af stað og ég var fljót að komast á góða ferð .
Framhjá hliðinu á leikskólanum, framhjá gæsló sem er þar við hliðina, reyndar voru þær elskulegar og heilsuðu mér konurnar sem stóðu þar fyrir innan þegar ég brunaði framhjá.
Ég hugsaði með skelfingu um það hvað yrði um mig ,því brekkann varð brattari og brattari og ég gat ekki séð það fyrir mér hvernig ég átti að stoppa. Ég veit ekki af hverju ég lét mig ekki bara plomma á óæðri endann og reyna svo bara að stoppa mig einhvernveginn.
Allavega, ég var komin á þó nokkra siglingu þegar ég kom að brattasta hlutanum, ég sver ykkur að ég sá fyrir mér endalok mín og það ófögur.
Mitt í örvæntingunni rak ég augun í jólatré sem lá þarna í brattanum og ég gat ekki betur séð en það væri ennþá eitthvað af skrauti á því ég ákvað að reyna að ná því og nota það til að stoppa mig.
Já það er ekki öll vitleysan eins, ég náði trénu, en við það þyngdist ég bara og ferðin jókst til muna. Ég sá fljótt að þetta myndi ekki ganga og ákvað að sleppa trénu en uppgötvaði mér þá til mikillar skelfingar að tréið var fast við mig. Helv.... skrautið festist einhvernveginn við úlpuna mína. Ég baðaði út höndunum til að halda jafnvæginu.
Þarna var ég 42 ára gömul kona á fljúgandi siglingu niður brattann göngustíg í Árbæ með skreytt jólatré í eftirdragi.
Ég var búin að renna framhjá tveimur götum sem liggja að göngustígnum og þakkaði mínum sæla að enginn var þarna á ferli , bæði vildi ég ekki að neinn sæi mig og svo var ég líka hrædd um að ég myndi bana þeim sem fyrir mér yrði.
Já ég hef í ýmsu lent um ævina ...
Þegar hér er komið við sögu er ég farin að sjá í sundlaugina og vissi að ferð minni væri að ljúka, en ég hafði samt áhyggjur af því hvernig ég myndi enda og hvort ég myndi lifa þetta af.
En hvað gerist þá ........ mér til mikkillar skelfingar sé ég heila hrúgu af hálf skreyttum jólatrjám, sem lágu þarna í búnka neðst í brekkunni. Nú fór ég að biðja til guðs, ég var bara búin með, "góði Guð" þegar .. Búmm!
ég lenti í miðri hrúgunni á maganum og nú hófst barátta mín. Ég með frekar stuttar neglur reyndi að stoppa mig með því að læsa þeim í jörðina en við það snérist ég og ég sem hafði þó til þessa getað séð það sem var fyrir framan mig brunaði nú á maganum með rassinn á undan niður brekkuna. Eins og það væri ekki nó þá var helv..... jólatréð ennþá fast við mig og nú brunaði það samsíða mér niður brekkuna. Ég man ekki hvað gerðist næst, held reyndar að það hafi liðið yfir mig af hræðslu.
En þegar ég rankaði við mér var ég stopp og yfir mér stóð maður sem ég hef aldrei séð áður. Ég spurði hann hálf aumingjalega hvort ég væri búin að liggja þarna lengi en hann svaraði því til, að ég hafi verið að "lenda".
Hann skutlaði mér heim og hló næstum alla leiðina. Hann sagðist hafa verið að koma úr sundi þegar hann sá eitthvað svart stórt koma á rosa siglingu niður brekkuna.
Hann ætlaði næstum að kafna úr hlátri þegar hann sagði : Ég hélt fyrst að þú værir gúmmí bátur !!!

Mér fannst þetta ekki fyndið og ég hugsa að karlinn hafi verið með hiksta í heilar 3 vikur á eftir.

That´s all folks !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú það fyndnasta sem ég hef lesið í dag....

Frábær saga!

Díta (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 02:23

2 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Þarna fékk ég góðan hlátur.......................takk, þú bjargaðir deginum hjá mér.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 6.11.2007 kl. 13:54

3 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Alltaf gaman að lesa frásagnir þínar :)

Kristín Jóhannesdóttir, 7.11.2007 kl. 14:05

4 identicon

Snilld. Eins og venjulega klikkar Carola ekki.

Helga (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 19:12

5 identicon

Stórskemmtileg frásögn , vonandi ertu óbrotin, !!

Sigga Svavars (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband