8.12.2007 | 17:27
London 2004
Ég ákvað um daginn að skreppa til London með Ástu Láru vinkonu minni og Andreu dóttur minni.
Í London býr góð vinkona Andreu sem var með okkur allan tímann, sýndi okkur alla helstu staðina (verslanir og veitingastaði )
Við vorum reyndar búnar að biðja hana að finna einhvern sérstakan og öðruvísi stað til að borða á á föstudagskvöldinu........ og believe you me, það er akkurat það sem hún gerði.
Við tókum leigubíl að staðnum og þar stóð ljóshærða prinsessan Védís og beið eftir okkur.
Við gengum niður minnsta kosti 30 tröppur að þessum neðanjarðarstað, sem reyndist vera Lýbanskur
Lyktin sem mætti okkur þegar við gengum inn var ólýsanleg, einhverskonar krydd....pipar...krydd...súr....tóbak og ávextir.
Þegar inn var komið spratt að okkur Lýbanskur þjónn (sá aldrei allt kvöldið hvaðan þjónarnir komu... þeir bara spruttu allt í einu eins og upp úr gólfinu) og spurði hvort við værum rússarnir!! Rússarnir????!!!! Neeeiii... við erum Íslendingar sagði Ásta Lára dauð hneyksluð.
Pssst...ussssss, hvíslaði Védís, snéri sér að þeim lýbanska og sagði: yes we are the russian people, is our table ready?!!!..... (og þetta sagði hún með rússneskum hreim)
what??????
Hvað í andsk... var í gangi?..... seinast þegar ég vissi var ég þýsk/ íslensk.
Ég horfði spurnaraugum á Védísi sem blikkaði til mín og brosti.
Okkur var vísað að borði í salnum sem var fyrir innan þykkt leikhústjald sem hékk úr loftinu.
Það var troðið í salnum, ég brosti að Védísi og sagði: vel valið kellin mín
( það er nefnilega merki um góðan stað ef mikið er að gera)
Andrea og Védís sátu á móti okkur Ástu Láru. Það var dulafullur þjónn sem spratt upp við borðið okkar og með skrítnum handarhreyfingum spurði hann okkur á bjagaðri ensku hvort við værum tilbúnar að panta.
Védís og Andrea sáu um að panta.
Við fengum alveg geggjaðan mat, veit reyndar ekkert hvað þetta var sem við vorum að borða, en það var óskaplega bragðgott.
Með matnum drukkum við vín..vín...og meira vín.
Við vorum rétt að klára matinn þegar ljósin voru slökkt í salnum, dúndrandi músík var sett af stað með mjög kröftugum trommuleik.
Smá saman kveiknuðu ljósin aftur og fram á gólfið stökk snargeggjuð magadansmær.
Þessi magadansmær lét eins og einhver hefði sprautað 1000 ofvirkum maurum upp í rassinn á henni. Lætin voru þvílík, að diskar flugu af borðum sem hún for fram hjá.
Ég horfði skelfd á Védísi og spurði hvort þetta ætti að vera svona?
Já já... þetta er bara byrjunin svaraði hún.
Allt í einu var hún komin að borðinu hjá okkur og var farin að bömpa við öxlina á aumingja Ástu Láru sem var að klára að borða og dulafulli þjónnin stóð við hlið hennar og klappaði sem óður væri.
Ásta Lára, vissi ekkert hvað hún átti að gera, Andrea og Védís aftur á móti vældu af hlátri. Ég brosti góðlátlega og reyndi með handahreyfingum að sýna henni að hún væri ekki velkomin við okkar borð. Eitthvað misskildi hún mig, því hún efldist bara um helming og af óskiljanlegum ástæðum slengdi hún nú brjóstunum á sér ofan á hausinn á Ástu Láru!!!! og nú stóð magadansmærin þarna yfir rauðhærðu vinkonu minni með tútturnar á sér lafandi niður á andlitið á henni.
Hverslags andsk.... fíflagangur var þetta eiginlega??
Ég leit á Andreu og Védísi en sá að þar var enga hjálp að fá... þær lágu utan í hvor annari máttlausar... af hlátri!!
Ég ákvað að gera eitthvað í málunum og var við það að standa upp, þegar magadansmærin dansaði sjálfkrafa í burtu.
Guði sé lof, stundi Ásta Lára.......
Hvaða geðveikrahæli er þetta eiginlega spurði ég, en fékk ekkert svar, Védís kallaði á þjóninn og sagði eitthvað á ensku með rússneskum hreim, þjónnin rak upp roknahlátur og hvarf á braut.
Það liðu kannski 3 mín þar til þjónninn spratt upp við borðið okkar aftur haldandi á einhverju silfruðu ferlíki með glerflösku á og langri slöngu.
Þetta ferlíki setti hann á mitt borðið hjá okkur og spurði :who beginn????
Védís benti á mig og sagði....she!
Þjónnin horfði á mig og spurði: first time.....,eh?????
What, first time??? Spurði ég.
Þjónninn: Pipe... first time????
Yes, sagði ég og vissi ekkert um hvað maðurinn var að tala.
Þjónninn: o.k you will like...... og með þessum orðum rak hann endan á slöngunni upp í mig.
Nú sat ég þarna uppábúinn 43 ára gömul með einhverja slöngudruslu upp í mér sem tengd var við silfraða ferlíkið á borðinu.
Þjónninn horfði á mig og kinkaði kolli með lymskulegt bros á smettinu....
Ég horfði á móti og vissi ekkert hvað ég átti að gera.
Suck!!!
What?????
Suck!!
Ég tók slönguna út úr mér horfði ákveðin á þjóninn og sagði: I bake your pardon????
Þjónninn var eldsnöggur að troða slöngunni aftur upp í mig og sagði aðeins of hastarlega fyrir minn smekk..... Suck!!!!
O.k hugsaði ég... ég skal þá sjúga!
Þjónninn stóð ennþá yfir mér og nú var hann orðinn pirraður,
með handahreyfingum benti hann mér á flöskuna sem var inni í ferlíkinu og sagði: Suck, harder!!!!
Ég reyndi mitt besta við að að sjúga, en ekkert gerðist
Suck woman... suck!!!!!.... Gólaði þjónninn,
Ég var orðin hálf hrædd og þorði ekki annað en að hlýða, ég saug sem mest ég mátti og nú var fólk á nærliggjandi borðum farið að fylgjast með.
Mamma!... þú verður að sjúga og láta vatnið í flöskunni bubbla, sagði Andrea.
Mér fannst ég sjúga eins og ég gat, en vatnið hreyfðist ekki.
Hvað gerir helv... þjónninn þá?.... jú mér til mikillar skelfingar fer fíflið að klappa og fær fólkið við hliðina til að klappa með.... svona til að hvetja mig!
Áður en ég vissi var allur salurinn farinn að klappa og eins og það væri ekki nóg þá voru allir farnir að kalla, Suck!!! suck.!!!.......
Andsk... sjálfur hugsaði ég... ég skal sko sýna ykkur að ég get komið þessu vatni á hreyfingu og nú saug ég eins og mother fuc...
Ég saug og saug og saug... og vatnið í glerflöskunni var komið á feygiferð
(minnti svolítið á bubblandi hver)
Reykurinn sem ég fékk ofaní mig var eins og ilmvatn á bragðið og mér var farið að svima.
Ekki veit ég hvað ég saug lengi, en ég man að ég gafst upp um það leiti sem mér fannst augun á mér vera að poppa út úr hausnum á mér.
Ég leit á dóttur mína sem var komin með slönguna upp í sig og ætlaði að vara hana við en... ég kom ekki upp einu einasta orði. Mér fannst salurinn snúast á ógnarhraða og ég ríghélt mérí borðið.
Ég leit á Ástu Láru og tók andköf...... vinkona mín var óþekkjanleg, hvað hafði komið fyrir hana, andlitið á henni var eins og bráðin gúmmídúkur.....ég hristi hausinn og reyndi að fókusa á hana aftur, Guð hjálpi mér, ekki var þetta betra, nú var hausinn horfinn af henni!!!
. Ég lokaði augunum og það var það seinasta sem ég man.
Ég vaknaði morguninn eftir í svitabaði ......á hótelinu.
Ég segi ykkur ekki hvað ég á að hafa gert á þessum Lýbanska veitingastað eftir að ég missti ráð og rænu. En ef það er eitthvert sannleikskorn í því sem stelpurnar sögðu mér..... þá þakka ég mínum sæla að ég bý ekki í London.
That´s all folks !!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Lenti fyrir tilviljun inn á þessari síðu. Shitt hvað þetta var fyndið, rétt náði að hanga á stólnum í hláturskviðunum. Upplífgandi fyrir háskólanema að lesa í verkefnavinnu.
Námsmaður (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.