IKEA ferð.....

Svenska,ja men........
......Ég tala ekki sænsku, en skil pínulítið (ef það líkist íslensku,þ.e.a.s)
Í gær fór ég í IKEA, ég átti smá erindi þangað, þegar ég hafði lokið því, fór ég að rölta um búðina og skoða.
Þar sem ég rölti um gangana tók ég eftir konu einni sem þarna var, hún var undarleg í útliti og klæðaburði.

Hún var lítil (rétt yfir dvergamörkum) og breið á alla kanta (feit) hún hafði stórt og mikið nef, gulleitt hár sem náði niður á axlir, það var permanentað (do it your self perm.) og það var einhvernveginn þyngdarlaust , sveif svona einkennilega upp og út frá höfðinu á henni.
Hún var klædd í gula peysu úr skrítnu efni, og var peysan minnsta kosti 3 nr. of lítil, svo var hún einhvernveginn snúin (eða undin) utan um kellinguna,
Hún var í gráu flóka- pilsi sem náði niður á hné, undir því var hún í svörtum leggings, sem náði niður á kálfa, þá tóku við berir leggir og stuttu seinna gamlir skíða-skór . Hún var líka máluð, og minnti mig á Abba stelpurnar ( Agnethu og ..... Pippi ??..nei, æ, ég man ekki ) eins og þær máluðu sig 1975 !! Waterloo.....

Jæja, ekki var það samt útlitið sem stoppaði mig þarna á röltinu, ó, nei.......heldur það, að kella var að reyna að tala við Ikea-starfsmann , ungan og renglulegan mann í barnadeildinni, ég ákvað að fylgjast með, ég var viss um að þetta var eitthvað sem átti eftir að kæta mig, enda er eitt að mínum helstu áhugamálum að fylgjast með fólki.
'Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, og þarna stóð ég og þóttist vera að skoða barna-rimlarúm og hlustaði.....
ég ætla að skrifa þetta samtal eins og ég man það, og hafið það í huga að ég skildi ekki rassgat um hvað var talað.

Kella: " Snudder retta trusse nuster"?

Starfsm:" ha?

kella:" Snudder- retta -trusse- nuster?

starfsm.:" ???????? nuss....

kella:" NUSTER!!!

starfsm: Mústur????

Kella: N-U-S-T-E-R !!!!!!

starfsm.:" ha?!!!!

Kella:" vah?????

starfs:" vatn????

Kella: "vand??????

starfsm: "vatt?.....ertu að meina vatt-teppi ???

kella:" teppe??

starfsm:( með uppglent augu) " Tippi?????????????

Kella:" eh ?.....

starfsm:" tippi?

kella:" Nuster!!!!!!!!!!!!!!

( þarna var ég gjörsamlega að pissa í mig)

starfsm:" dú jú spík íslensku?

kella:" nej, svenska!

starfsm:" dú jú spík einglís?

kella:" nej, du verger kan er nu Nuster
(og þarna var ég alveg að tapa mér, kellingin var orðin einn eldhnöttur og strák greyið vissi ekki meir)

starfsm:" ég sé sko bara um barnadeildina" !!!!!

kella: " dellerner???????

starfsm:" neeeei....... ......ha.??????????

Og þarna gafst kella upp og strunsaði í burtu, og eftir vorum við, ráðvillti búðardrengurinn og ég sem í algjöru hláturskasti með krosslagðar fætur í spreng hékk á rimlarúminu.

Segiði svo að það sé ekki gaman að fara í Ikea!!!

that´s all folks !

ps :Getur einhver sagt mér hvað Nuster þýðir??????? eða eittvað líkt því?????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bwhahahahaha ég er búin að liggja í kasti yfir þessar frásögn. Algjör snilld

Bryndís R (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: María Tómasdóttir

Búin að reyna einsog ég get, en get ekki þýtt þetta þrátt fyrir 20 ára búsetu í landi Ikea og Abba. Heldurðu að hún hafi nokkuð verið færeysk ??

Frábært að lesa þig !!!!!

María Tómasdóttir, 29.2.2008 kl. 18:32

3 identicon

Já, vá.... þú heldur það!!!

En er ekki færeyska svo lík Íslensku???

ég hefði nú ekki farið að ruglast á því!

Carola (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:10

4 Smámynd: María Tómasdóttir

Komin með svarið. Þetta er nafnið á nýjustu mublunum þeirra, nuster hlýtur að vera bókahillan fræga.

María Tómasdóttir, 29.2.2008 kl. 22:22

5 identicon

Já maður hefur ansi oft skemmt sér í IKEA og það er sko fólk úr öllum stéttum og við vinkonurnar höfum fengið ansi mörg hlátursköst þar

Selma (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 16:22

6 identicon

hehehe það hefur verið gaman að sjá eldhnöttinn :D

Aumingja drengurinn sem skildi ekkert sem hún sagði :D hahaaha reddingar ;)

Anna (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 10:45

7 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Sem sæmilega sænskumælandi stúlkukind - get ég ekki fyrir nokkurn mun hjálpað minni góðu og greinilega illasænskumælandi vinkonu!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 7.3.2008 kl. 15:49

8 identicon

Díta (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 20:13

9 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Sigríður Hafsteinsdóttir, 5.4.2008 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband